Súkkulaðiterta

Hráefni

  • Tvö hundruð grömm smjör
  • Tvö hundruð grömm suðusúkkulaði
  • Fjögur egg
  • Tvö hundruð grömm sykur
  • Eitt hundrað grömm hveiti
  • Olía til að smyrja formið

Krem

  • Sjötíu og fimm grömm smjör
  • Tvær matskeiðar síróp
  • Eitt hundrað grömm suðusúkkulaði
  1. Hitið ofninn í Eitt hundrað sjötíu og fimm gráður Celsius.
  2. Bræðið smjör og suðusúkkulaði í potti við lágan hita.
  3. Á meðan eru egg og sykur þeytt vel saman í hrærivél eða þar til blandan er létt og ljós.
  4. Bætið hveiti varlega saman við og blandið vel.
  5. Smyrjið formið með olíu og hellið deiginu í það.
  6. Bakið í 40-45 mínútur eða þar til prjón sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp úr.
  7. Kælið kökuna alveg áður en kremið er sett á hana.
  8. Bræðið allt hráefni fyrir kremið saman í potti.
  9. Kælið kremið áður en því er hellt yfir kökuna.
  10. Skreytið að vild, t.d. með hindberjum.